3. umferðin í AMF mótaröðinni 2015 – 2016 verður leikin í Egilshöll 5. til 8. maí. Tveir riðlar eru í boði fimmtudaginn 5. maí kl. 10:00 (almennur frídagur) og laugardaginn 7. maí kl. 09:00. Úrslit 3. umferðar fara svo fram eftir riðilinn á laugardag en þá keppa 10 efstu allir við alla Round Robin.
Sunnudaginn 8. maí kl. 09:00 fara svo fram heildarúrslit í AMF. Þá keppa 10 efstu eftir samanlagðar forkeppni í Round Robin og eftir það fjórir efstu í Step ladder fyrirkomulagi, einn leikur til að halda áfram.
Sem fyrr verða verðlaun fyrir 12 efstu með forgjöf eftir 3. umferð. Forgjöf er 80% mismun meðaltals 200. Konur fá ekki auka 8 pinna á leik með almennri forgjöf.
Verð í forkeppni er kr. 5.500,-
Olíuburður
Í 3. umferðinni verður Stonehenge 40 fet (deildar olíuburður fyrir áramót): http://www.kegel.net/V3/PatternLibraryPattern.aspx?ID=849
Í úrslitum á sunnudag verður C – Tower of Pisa 41 fet: http://www.kegel.net/V3/PatternLibraryPattern.aspx?ID=841
Sjá reglugerð fyrir AMF. http://www.ir.is/media/PDF/Reglugerd_um_AMF_World_Cup_forkeppni.pdf
Skráning í mótið fer fram á vefnum.