Úrslit á Íslandsmóti unglinga

Facebook
Twitter

Föngulegur hópur ungra keilaraÍ gær fóru fram úrslit á Íslandsmóti unglinga. Í úrslitum þurfti að vinna 2 leiki í bæði undanúrslitum og úrslitum til að hampa titlinum, sé leikur jafn í lokin er spilað svokallað Roll Off þar sem hver liðsmaður fær eitt skot og telja pinnarnir sem falla.

8 lið voru skráð til leiks í 2 riðlum og komust 2 efstu lið úr hvorum riðli áfram eftir 5 umferðir í vetur.

Í A riðli  voru ÍR 1, KFR 1, ÍR 2 og ÍA 2 þar höfðu ÍR 1 og KFR 1 talsverða yfirburði og komust áfram ÍR 1 efst í riðlinum og KFR 1 í öðru sæti.

Í B riðli ÍA 1, Þór, KFR 2 og ÍR 3 þar var það sama upp á teningnum ÍA 1 og Þór með yfirburði og var ÍA 1 í efsta og Þór í öðru sæti.

Í undanúrslitum mættust ÍA 1 og KFR 1 annars vegar og ÍR 1 og Þór hinsvegar. Leikur ÍR 1 og Þór endaði með sigri ÍR 1 í báðum leikjum og þar af leiðandi var ÍR komið í úrslitaleikinn.

Leikur ÍA 1 og KFR 1 var spennandi í öllum hlutum og fór í þrjá leiki þar sem KFR 1 hafði sigur á lokametrunum.

Til úrslita spiluðu ÍR 1 og KFR 1 og vann ÍR 1 fyrsta leikinn nokkuð örugglega en annar leikurinn var jafn fram í 10 ramma þá höfðu ÍR 1 tækifæri til að klára leikinn tvisvar en náðu því ekki og leikurinn endaði því í jafntefli. Þá kom til þessarar Roll off reglu þar sem liðsmenn beggja liða fá eitt skot og geta því hæst fengið 30 fellda pinna skemmst er frá því að segja að liðsmenn ÍR 1 höfðu betur og hömpuðu titlinum sem ÍA 1 átti frá árinu áður.

Til hamingju ÍR 1

Lið ÍR1: Elva Rós, Ágúst Þór, Stefán þjálfari, Steindór og Erlingur  Lið KFR1: Jökull, Eysteinn, Einar og Helga  Lið ÍA1: Jóhann, Arnar, Hlynur og Ólafur  Lið Þórs: Birkir, Guðbjörg, Ólafur og Rúnar

Nýjustu fréttirnar