Í gærkvöldi lauk Íslandsmóti öldunga 2016. Til úrslita kepptu í karlaflokki Kristján Þórðarson KR og Davíð Löve KR. Kristján vann úrslitin í þrem leikjum 243 – 139, 167 -199 og svo 199 – 152. Sigurlaug sigraði Sigríði Klemensdóttur úr ÍR einnig í þrem leikjum 188 – 162, 135 – 211 og síðan 167 – 152. Í þriðja sæti hjá körlum varð Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR og hjá konum varð það Ragna Guðrún Magnúsdóttir úr KFR.