Slóvenar og Svíar Evrópumeistarar í liðakeppni í keilu á EYC2016

Facebook
Twitter

Ziga Zalar frá SlóveníuÞað voru Slóvenar og Svíar sem tóku gullið í leiðakeppninni á Evrópumóti ungmenna í keilu en mótið fer fram þessa dagana í Keiluhöllinni Egilshöll. Slóvenar unnu Finna með 798 pinnum eða 199,5 í meðaltal gegn 749 pinnum eða 187,25 í meðaltal. Slóvenar voru undir lengst af en sóttu á Finnana og náðu sigri í 10. og síðasta rammanum í mjög spennandi viðureign. Sænsku stelpurnar sigruðu þær rússnesku með 804 pinnum eða 201,0 í meðaltal gegn 767 pinnum eða 191,75 í meðaltal.

Í undanúrslitum sigruðu finnsku strákarnir þá hollensku með 893 pinnum eða 223,25 í meðaltal gegn 853 eða 213,25 í meðaltal. Slóvensku strákarnir áttu hörku leik í undanúrslitum og lögðu sterkt lið Svía með 905 pinnum eða 226,25 í meðaltal gegn 808 eða 202,0 í meðaltal. Hæsta leik í undanúrslitum átti Ziga Zalar frá Slóveníu eða 255.

Í undanúrslitum hjá stúlkunum sigruðu rúsneksu þær þýsku með 813 pinnum eða 203,25 í meðaltal gegn 802 pinnum eða 200,5 í meðaltal. Sænsku stelpurnar lögðu þær ensku með 822 pinnum eða 205,5 í meðaltal gegn 706 pinnum eða 176,5 í meðaltal. Hæsta leik hjá stelpunum átti Maria Bulanova frá Rússlandi en hún náði 278.

Íslensku strákarnir enduðu forkeppnina í 17. og næst neðsta sæti með 4.301 pinna eftir 6 leiki eða 179,2 í meðaltal. Hæsta leik átti Jökull Byron Magnússon úr KFR en hann náði 220. Stelpurnar enduðu í 9. og neðsta sæti með 3.842 pinna eftir 6 leiki eða 160,1 í meðaltal. Hæsta leik átti Jóhanna Guðjónsdóttir ÍA en hún náði 209 leik.

Í forkeppni liðakeppninnar náði Simon Susiluoto frá Finnlandi 299 leik eða aðeins einum pinna frá fullkomnum leik. Hjá stúlkunum var það Lea Degenhardt frá Þýskalandi sem náði 268.

Á morgun og á laugardag heldur mótið áfram með einstaklingskeppni en mótinu lýkur á sunnudaginn. Aðgangur að Keiluhöllinni er opinn fyrir áhorfendur og kostar ekkert inn á mótið.

Allar nánari upplýsingar um mótið má finna á vef þess www.eyc2016.eu  

      Amanda Nyman frá Svíþjóð

Nýjustu fréttirnar