Úrslit í tvímenningi á Evrópumóti ungmenna í keilu 2016

Facebook
Twitter

Nú rétt í þessu lauk úrslitum í tvímenningi á Evrópumóti ungmenna (U18) í keilu en mótið er haldið í Keiluhöllinni Egilshöll. Í piltaflokki sigruðu Svíarnir William Svensson og Robert Lindberg þá Tomás Vrabec og Roman Karlík frá Slóvakíu með stórleik en sænsku strákarnir spiluðu 506 gegn 384. Í stúlknaflokki sigruðu þær Lea Degenhardt og Bettina Burghard frá Þýskalandi þær Katie Tagg og Mia Bewley frá Englandi með 447 gegn 434 en sá leikur var hnífjafn fram í 10. ramma og réðust úrslitin á síðustu köstunum hjá stúlkunum.

Íslensku krökkunum gekk sæmilega en Jóhann Ársæll Atlason úr ÍA og Ágúst Ingi Stefánsson úr ÍR enduðu í 28. sæti en þeir Jökull Byron Magnússon úr KFR og Þorsteinn Henning Kristjánsson úr ÍR enduðu í 40. og næst síðasta sæti. Hjá stelpunum enduðu þær Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir úr Þór Akureyri og Jóhanna Guðjónsdóttir úr ÍA í 22. sæti en þær Elva Rós Hannesdóttir úr ÍR og Helga ÓSk Freysdóttir úr KFR enduðu í 24. og síðasta sæti.

Á morgun hefst keppni kl. 9 í einstaklingskeppni og stendur hún allan daginn. Nánari upplýsingar um mótið má finna á vefsíðu þess www.eyc2016.eu

 

William Svensson og Robert Lindberg frá Svíþjóð sigruðu í tvímenningi á EYC2016  Lea Degenhardt og Bettina Burghard frá Þýskalandi sigruðu í tvímenningi á EYC2016

Nýjustu fréttirnar