Um síðustu helgi lauk félagakeppnin í keilu. KR hafi sigur í keppninni og er þetta í fyrsta sinn sem KR-ingar fagna sigri í þessari keppni. Mótið var ansi spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í síðasta leik. ÍR hafði verið á topnum fram að síðasta leik en tapaði þá á meðan KR sótti sigur og seig fram úr. ÍR endaði því í 2. sæti og KFR karlar í því þriðja.
Lokastaðan varð sem hér segir:
- KR Karlar – 7.117 pinnar – 177,9 mtl. – 70,0 stig
- ÍR Karlar – 7.281 pinnar – 182,0 mtl. – 69,0 stig
- KFR Karlar – 7.352 pinnar -183,8 mtl. – 68,0 stig
- ÍA Karlar – 7.037 pinnar – 175,9 mtl. – 62,0 stig
- ÍR Konur – 6.600 pinnar – 165,0 mtl. – 61,0 stig
- KFR Konur – 6.441 pinnar – 161,0 mtl. – 38,0 stig