Þorleifur Jón Hreiðarsson úr KR setti í einn 300 leik í 1. leik 15. umferðar KR E á móti JP Kast í 2. deild en keppt var í Keiluhöllinni Egilshöll. Þetta er annar 300 leikur Þorleifs á skömmum tíma en hann náði sínum fyrsta í beinni á SportTV.is þegar RIG mótið fór fram í lok janúar. Staðan er þá þannig að tveir keilarar hafa náð 300 leik í deildarkeppni þetta tímabilið rétt eins og á því síðasta en núna eru það Róbert Dan Sigurðsson ÍR PLS í 1. deild og Þorleifur í 2. deild. Hæsti leikur kvenna í deild er hjá Dagnýju Eddu Þórisdóttur úr KFR en hún náði 290.
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu