Þorleifur Jón Hreiðarsson KR með 300 leik

Facebook
Twitter

Þorleifur Jón Hreiðarsson úr KR setti í einn 300 leik í 1. leik 15. umferðar KR E á móti JP Kast í 2. deild en keppt var í Keiluhöllinni Egilshöll. Þetta er annar 300 leikur Þorleifs á skömmum tíma en hann náði sínum fyrsta í beinni á SportTV.is þegar RIG mótið fór fram í lok janúar. Staðan er þá þannig að tveir keilarar hafa náð 300 leik í deildarkeppni þetta tímabilið rétt eins og á því síðasta en núna eru það Róbert Dan Sigurðsson ÍR PLS í 1. deild og Þorleifur í 2. deild. Hæsti leikur kvenna í deild er hjá Dagnýju Eddu Þórisdóttur úr KFR en hún náði 290.

Nýjustu fréttirnar