Aðalfundur keiludeildar ÍR fór fram í gærkvöldi. Ný stjórn var kjörin en í henni sitja: Jóhann Ágúst Jóhannsson formaður, Andrés Haukur Hreinsson, Sigríður Klemensdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir og Svavar Þór Einarsson. Daníel Rodriguez og Karen Hilmarsdóttir eru varamenn. Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi sínum sem verður á næstu dögum. Úr stjórn gengu Hörður Ingi Jóhannsson og Þórarinn Már Þorbjörnsson. Þeim er þökkuð störf þeirra í stjórn á liðnum árum.
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu