Frá Qatar – Keppni lokið

Facebook
Twitter

Katrín Fjóla Bragadóttir KFR náði í 3. sæti í heildarkeppni stúlknaÞá hafa krakkarnir í ungmennalandsliði Íslands lokið keppni á mótinu í Qatar. Eins og fram hefur komið náði Katrín Fjóla þeim ágæta árangri að ná 2. sætinu í einstaklingskeppni og varð hún einnig í 3. sæti í heildarkeppni einstaklinga. Hún komst því áfram í master keppnina og fór þar í 8 manna úrslit en tapaði það gegn finnskri stúlku sem vann síðan þá keppni. Að sögn fararstjóra hefur þessi keppnisferð komið sér afskaplega vel fyrir alla og eru krakkarnir reynslunni ríkari eftir ferðina. Þau hafa nú haldið af stað heim á leið og verða væntanleg til landsins á morgun. Allar uppl. um mótið má finna á vef qatarska sambandsins.

Nýjustu fréttirnar