Katrín Fjóla Bragadóttir KFR í 2. sæti í Qatar

Facebook
Twitter

Katrín Fjóla Bragadóttir úr KFR á verðlaunapalli í QatarKatrín Fjóla Bragadóttir úr KFR náði í gær 2. sæti í einstaklingskeppni á alþjóðlegu móti unglingaliða í Qatar. Katrín Fjóla spilaði 6 leikja seríu og náði 1.220 pinnum eða 203,33 í meðaltal. Katrín Fjóla var aðeins 7 pinnum á eftir Guarro Michelle frá Mexíkó sem sigraði með 1.227 pinna. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur kvennkeilari kemst á verðlaunapall á alþjóðlegu móti.

Eins og fram hefur komið er ungmennalandsliðið okkar á alþjóðlegu boðsmóti í Qatar þessa dagana. Einstaklingskeppnin var spiluð í gær og má sjá öll úrslit hér. Hjá stelpunum fór það þannig að Katrín Fjóla varð í 2. sæti. Jóhanna Guðjónsdóttir úr ÍA varð í 18. sæti og svo komu þær Helga Ósk Freysdóttir KFR í 20. sæti og Elva Rós Hannesdóttir úr ÍR í 21. sæti.

Hjá strákunum varð Andri Freyr Jónsson KFR í 20. sæti með 1.113 pinna og Jökull Byron Magnússon úr KFR varð í 21. sæti með 1.111 pinna. Aron Fannar Beinteinsson úr ÍA varð síðan í 31. sæti og Þorsteinn Kristinsson úr ÍR varð í 34. sæti.

Í dag fer svo fram tvímenningur og þá spila saman hjá strákunum þeir Andri og Jökull annarsvegar og þeir Aron og Þorsteinn hinsvegar. Stelpurnar parast þannig saman að þær Katrín og Jóhanna mynda annan tvímenninginn og þær Helga og Elva hinn.

Nýjustu fréttirnar