Núna í kvöld lauk Íslandsmóti einstaklinga í keilu en keppt var í Keiluhöllinni Egilshöll. Hafdís Pála Jónasdóttir og Arnar Davíð Jónsson úr Keilufélagi Reykjavíkur sigruðu í úrslitakeppninni. Hafdís Pála sigraði Lindu Hrönn Magnúsdóttur úr ÍR í tveim leikjum 161 gegn 160 og síðan 213 gegn 192. Með sigrinum í kvöld er Hafdís Pála yngsta konan sem vinnur Íslandsmeistaratitil í keilu en hún er aðeins 21 árs gömul. Hafdís Pála spilaði mjög vel á mótinu og setti meða annars Íslandsmet kvenna í einum leik þegar hún fyrst kvenna á Íslandi náði fullkomnum leik eða 300 pinnum, 12 fellur í röð. Í þriðja sæti varð svo Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR
Hjá körlunum var það Arnar Davíð Jónsson sem sigraði Stefán Claessen úr ÍR einnig í tveim leikjum. Í fyrsta úrslitaleiknum varð þó jafnt milli þeirra 214 gegn 214 og þurfti því að grípa til bráðabana til að fá úr því skorið hver fengi stigið. Arnar Davíð náði fellu en Stefán fékk einungis 9 pinna. Í öðrum leiknum fór það svo að Arnar silgdi þessu nokkuð örugglega heim en hann náði 235 gegn 168. Í þriðja sæti varð svo Freyr Bragason úr KFR.