Hafdís Pála Jónasdóttir KFR var rétt í þessu að spila fullkominn leik eða 300 á Íslandsmóti einstaklinga sem fram fer í Keiluhöllinni Egilshöll. Er þetta í fyrsta sinn sem íslenskur kvennkeilari nær þessum merka áfanga og er þar um leið Íslandsmet hjá konum í einum leik. Gamla metið hefur staðið ansi lengi eða frá 9. febrúar 2004 en þá spilaði Sigfríður Sigurðardóttir úr KFR 290 leik í Keilu í Mjódd.
Óskum Hafdísi Pálu til hamingju með glæsilegt met.