Í dag var spilaður tvímenningur á heimsmeistaramóti kvenna í keilu sem fram fer í Abu Dhabi. Það gekk upp og ofan hjá okkar stelpum, Guðný er að berjast við veikindi en hún kláraði þó daginn. Hæst náðu þær Dagný og Ástrós sem eru Íslandsmeistarar í tvímenningi 2015 en þær enduðu í 56. sæti. Spiluðu þær samtals 2.201 eða 183.42 í meðaltal.
Síðan komu þær Guðný og Linda í 67. sæti með samtals 1.957 eða 163,1 í meðaltal og í næsta sæti á eftir eða því 68. voru þær Hafdís Pála og Katrín Fjóla með samtals 1.948 eða 162,33 í meðaltal.
Sigurvegarar í tvímenningi urðu bandarísku konurnar Danielle McEwan og Kelly Kulick en þær sigruðu Suður-kóresku stelpurnar Hyerin Son og Eunhee Jeon með 486 pinnum gegn 461.
Á morgun fer svo fram fimmenningur en þá hvílir líklegast hún Guðný. Allar nánari upplýsingar má finna á vef mótsins. Á Facebook síðu mótsins má sjá töluverða umfjöllun, myndir frá mótinu og fleira.