Í dag var spilaður þrímenningur. Það sem kom einna helst á óvart, svona miðað við hvar í heimshlutanum keppt er, hvað það var kallt í salnum. Keppendur voru eð vettlinga eða hanska á sér milli kasta til að halda réttu hitastigi á höndum. Það dugði þó ekki til hjá mörgum sem áttu erfitt með að halda kúlunni rétt. Hjá stelpunum okkar fóru leikar þannig að Ísland 1 sem þær Ástrós, Dagný og Hafdís spiluðu í endaði í 40. sæti og Ísland 2 með þeim Guðnýju, Katrínu og Lindu endaði í 43. sæti. Á morgun er frídagur en svo heldur keppni áfram á fimmtudag.
Dagný Edda spilaði annars best af stelpunum í dag eða 1.090. Hafdís var með 1.005 og Ástrós var með 1.015. Linda spilaði 1.040 og gekk henni betur í seinni seríunni. Katrín var með 940 en Guðný náði sér ekki á strik í dag og endaði með 894.
Við vekjum athygli á því að fylgjast má með mótinu á vef mótsins og þar má nálgast fleiri hlekki í t.d. live score og lifandi útsendingu á YouTube.