Um helgina fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll Íslandsmót para 2015. Alls kepptu 9 pör í ár. Sigurvegarar og því Íslandsmeistarar para 2015 eru þau Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR og Hafþór Harðarson úr ÍR. Tóku þau strax forystu í forkeppninni og létu hana aldrei af hendi.
Þau Dagný Edda og Hafþór sigruðu þau Ástrós Pétursdóttur og Stefán Claessen sem keppa bæði undir merkjum ÍR í tveim leikjum 418 – 307 og 376 – 366. Önnur úrslit á mótinu urðu þessi:
- sæti: Dagný Edda Þórisdóttir KFR og Hafþór Harðarson ÍR
- sæti: Ástrós Pétursdóttir ÍR og Stefán Claessen ÍR
- sæti: Katrín Fjóla Bragadóttir KFR og Björn G Sigurðsson KFR
- sæti: Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR og Arnar Sæbergsson ÍR
- sæti: Hafdís Pála Jónasdóttir KFR og Guðlaugur Valgeirsson KFR
- sæti: Margrét Björg Jónsdóttir ÍA og Skúli Freyr Sigurðsson ÍA
- sæti: Bára Ágústsdóttir KFR og Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR
- sæti: Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir ÍA og Gunnar Guðjónsson ÍA
- sæti: Sigrún Guðmundsdóttir ÍR og Svavar Þór Einarsson ÍR