Frá AMF World Cup í Las Vegas – Dagur 2

Facebook
Twitter

Systkynin Hafþór og Alda Harðarbörn á AMF í Las Vegas 2015Þá hafa systkynin Hafþór og Alda leikið 16 leiki á mótinu. Hafþór lyfti sér upp um tvö sæti eftir 2. umferð og er nú í 32. sæti með 200,94 í meðaltal. Alda átti hinsvegar ekki alveg góðan dag og er komin í 61. sæti með 161,31 í meðaltal.

Efst á mótinu eru hinn 20 ára gamli Muhammad Jaris Goh frá Singapor með 225.06 í meðaltal og hin 32. ára Shannon Pluhowsky frá Bandaríkjunum með 217,56 í meðaltal. í Kvennaflokki er baráttan mjög jöfn og munar einhverjum 50 pinnum á efstu 5 keilurunum þar eftir 16 leiki. Hæsti leikur til þessa í kvennaflokkinum náði Stephanie Martins frá Braselíu en hún keilaði 288.

Hjá körlunum hefur þetta farið þannig að þrír hafa náð 289 sem hæsta leik í mótinu, Kamron Doyle USA, Ildemaro Ruiz Jr Venesúela og Francois Louw Suður Afríka.

Þriðja og síðasta 8 leikja blokkin verður svo leikin í dag og byrja karlarnir að kasta kúlum um kl. 15 að íslenskum tíma og konurnar kl. 21:30 í kvöld. Á morgun verður svo skorið niður í báðum flokkum og halda 24 efstu í hvorum flokki áfram keppni á miðvikudaginn.

Allar nánari upplýsingar um mótið, bein lýsing, úrslit og fleira má sjá á vef mótsins.

 

Alda Harðardóttir í upphitun á AMF World Cup í Las Vegas 2015   Hafþór Harðarson í upphitun á AMF World Cup í Las Vegas 2015

Nýjustu fréttirnar