Skráning í Utandeildina 2015 til 2016 er hafin, sjá auglýsingu, og lýkur henni 27. september. Sú breyting er á í ár að núna verður keppt á miðvikudagskvöldum og að sjálfsögðu í Keiluhöllinni Egilshöll. Þess má geta að í ár verður sérstakt samstarf milli KLÍ og Keiluhallarinnar Egilshöll með utandeildina og verður markmiðið að fjölga liðum í deildinni verulega með aukinni þátttöku almennings.
