Í dag afhjúpuðu eigendur Keiluhallarinnar í Egilshöll skilti sem heiðra þá íslensku keilara sem hafa náð fullkomnum leik í keilu eða 300 stig. Alls hafa 18 karlar náð þessum merka áfanga og t.d. voru spilaðir tveir 300 leikir á síðasta keppnistímabili í 1. deild karla. Hæsti leikur hjá konum er hinsvegar 290, sjá tölfræði á vefnum.
Keilusamband Íslands þakkar eigendum Keiluhallarinnar Egilshöll fyrir þetta frábæra framtak og þann heiður sem þeir sýna keilurum.