ÍR KLS og ÍR Buff eru Íslandsmeistarar liða í keilu 2015

Facebook
Twitter

ÍR KLS og ÍR Buff eru Íslandsmeistarar liða í keilu 2015Í gærkvöldi fór fram þriðja og síðasta umferðin í úrslitakeppni karla og kvenna á Íslandsmóti liða í keilu fyrir tímabilið 2014 til 2015. Íslandsmeistarar í karlaflokki eru ÍR KLS og í kvennaflokki eru það ÍR Buff. Úrslitin hjá körlunum réðust ekki fyrr en í síðasta leik kvöldsins en KLS menn þurftu að sækja á til að ná sigrinum. ÍR Buff konur mættu mjög ákveðnar til leiks. Þær voru 2 stigum undir fyrir umferðina en hófu leikinn af krafti og lönduðu titlinum nokkuð örugglega.

Karlalið ÍR KLS vann ÍR PLS í umferðinni í gær með 1.930 pinnum, 214.44 meðaltal, gegn 1.750 pinnum, 194.44 meðaltal. Fengu þeir alls 13 stig gegn 4 og unnu því úrslitakeppnina sjálfa með 28 stigum gegn 23 en lið þar 26 stig í úrslitakeppninni til að ná Íslandsmeistaratitlinum.

Kvennalið ÍR Buff unnu KFR Afturgöngurnar í umferðinni í gær með 2.069 pinnum, 172.42 meðaltal, gegn 1.910 pinnum, 159.17 meðaltal. Fengu þær alls 16 stig gegn 4 og unnu því úrslitakeppnina sjálfa með 35 stigum gegn 25 en hjá konunum þarf 30.5 stig í úrslitakeppninni til að ná Íslandsmeistaratitlinum.

Keilusamband Íslands óskar Íslandsmeistörunum til hamingju með sigurinn og um leið ÍR PLS og KFR Afturgöngunum fyrir góða keppni.

ÍR KLS Íslandsmeistarar liða 2015 ÍR Buff eru Íslandsmeistarar kvenna í keilu 2015
ÍR KLS eru Íslandsmeistarar karla 2015 ÍR Buff eru Íslandsmeistarar kvenna 2015
ÍR PLS sem varð í 2. sæti á Íslandsmóti liða í keilu 2015 KFR Afturgöngurnar sem urðu í 2. sæti á Íslandsmóti liða í keilu 2015
ÍR PLS urðu í 2. sæti á Íslandsmóti karla 2015 KFR AFturgöngurnar urðu í 2. sæti á Íslandsmóti kvenna 2015
KFR Lærlingar og ÍA W urðu í 3. sæti á Íslandsmóti í keilu 2015
 
KFR Lærlingar og ÍA W urðu í 3. sæti á Íslandsmóti karla 2015
 

 

    

Nýjustu fréttirnar