Í gærkvöldi fór fram þriðja og síðasta umferðin í úrslitakeppni karla og kvenna á Íslandsmóti liða í keilu fyrir tímabilið 2014 til 2015. Íslandsmeistarar í karlaflokki eru ÍR KLS og í kvennaflokki eru það ÍR Buff. Úrslitin hjá körlunum réðust ekki fyrr en í síðasta leik kvöldsins en KLS menn þurftu að sækja á til að ná sigrinum. ÍR Buff konur mættu mjög ákveðnar til leiks. Þær voru 2 stigum undir fyrir umferðina en hófu leikinn af krafti og lönduðu titlinum nokkuð örugglega.
Karlalið ÍR KLS vann ÍR PLS í umferðinni í gær með 1.930 pinnum, 214.44 meðaltal, gegn 1.750 pinnum, 194.44 meðaltal. Fengu þeir alls 13 stig gegn 4 og unnu því úrslitakeppnina sjálfa með 28 stigum gegn 23 en lið þar 26 stig í úrslitakeppninni til að ná Íslandsmeistaratitlinum.
Kvennalið ÍR Buff unnu KFR Afturgöngurnar í umferðinni í gær með 2.069 pinnum, 172.42 meðaltal, gegn 1.910 pinnum, 159.17 meðaltal. Fengu þær alls 16 stig gegn 4 og unnu því úrslitakeppnina sjálfa með 35 stigum gegn 25 en hjá konunum þarf 30.5 stig í úrslitakeppninni til að ná Íslandsmeistaratitlinum.
Keilusamband Íslands óskar Íslandsmeistörunum til hamingju með sigurinn og um leið ÍR PLS og KFR Afturgöngunum fyrir góða keppni.
ÍR KLS eru Íslandsmeistarar karla 2015 | ÍR Buff eru Íslandsmeistarar kvenna 2015 |
ÍR PLS urðu í 2. sæti á Íslandsmóti karla 2015 | KFR AFturgöngurnar urðu í 2. sæti á Íslandsmóti kvenna 2015 |
KFR Lærlingar og ÍA W urðu í 3. sæti á Íslandsmóti karla 2015 |