Í gærkvöldi hófst úrslitakeppnin á Íslandsmóti liða í Keiluhöllinni Egilshöll. Þar áttust við lið ÍR KLS sem eru deildarmeistarar 2015 og KFR Lærlingar sem urðu í 4. sæti í deildarkeppninni. ÍR KLS sigraði leikinn 14 – 3. ÍR PLS sem varð í 2. sæti í deildarkeppninni tók á móti ÍA W sem varð í 3. sæti. ÍR PLS sigraði leikinn 15 – 2. Leiknar eru tvær umferðir og það lið sem er hærra að stigum kemst í úrslitaleikinn en þar þarf að leika þrjár umferðir.
Á sama tíma fór fram umspilsleikur um laust sæti í 1. deild kvenna. ÍR BK sem varð í næst neðsta sæti í 1. deild tók á móti ÍR SK sem varð í 2. sæti í 2. deild kvenna. ÍR BK vann 11 – 9. Leika þarf tvær umferðir og það lið sem er stigahærra að þeim loknum hlýtur sæti í 1. deild á komandi tímabili.