Lið Málningar eru sigurvegarar í Utandeildinni 2015

Facebook
Twitter

Lið Málningar er Utandeildarmeistari 2015Utandeildinni lauk í gær, fimmtudaginn 9. apríl, með úrslitakeppni. Lið Málningar sigraði keppnina eftir æsispennandi keppni þar sem þrjú lið urðu jöfn að stigum. Grípa varð því til þess að skoða pinnafall liðanna og var það Málning eins og segir sem stóð uppi sem sigurvegarar með 2.999 pinna. Í öðru sæti með 2.982 pinna varð liðið Steven Seagal (hver vill mæta honum?) og í því þriðja varð lið Landsbankinn 4 með 2.980 pinna. Aðeins 2 pinnar í mun á 2. og 3. sætinu.

Allt stefnir í að Utandeildin á næsta tímabili 2015 til 2016 verði stærri og spennandi en mikill metnaður er hjá bæði KLÍ og nýjum rekstraraðilum í Egilshöll að efla utandeildina fyrir næsta tímabil.

Keilusambandið þakkar liðunum í utandeildinni í ár fyrir skemmtilegt mót og hlökkum til að sjá ykkur á næsta tímabili.

Nýjustu fréttirnar