Næsta laugardag þann 4. apríl verður hið árlega páskamót keiludeildar ÍR í Egilshöll. Leikar hefjast kl. 10:00 og verður spilað í fjórum flokkum. Skráning fer fram á vefnum. Yfirgengilega gómsæt páskaegg verða í verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í öllum flokkum og búast má við að nokkur aukaverðlaun detti út. Sjá nánar auglýsingu.
