Í dag lauk fyrri helming af liðakeppninni á Evrópumóti ungmenna í Leipzig. Strákarnir okkar spiluðu 2.021 í þrem leikjum eða 168,42 í meðaltal. Aron Fannar var með hæstu seríuna 571 þar af 245 leik, Hlynur Örn var með 542 pinna, Jökull Byron með 443 og Alexander með 465.
Stelpurnar spiluðu líka og var Jóhanna Guðjónsdóttir með 440 pinna í þrem leikjum og Natalía Guðrún Jónsdóttir var með 432.
Á morgun, miðvikudag, verður svo seinni hlutinn í liðakeppninni og byrja stelpurnar kl. 09:00 og svo munu strákarnir halda áfram keppni kl. 13:15. Fylgjast má með keppninni á vef mótsins.
Þess má geta að Keilusamband Íslands hefur tekið að sér að sjá um Evrópukeppni ungmenna á næsta ári og fer það fram um páskana 2016. Verður það eitt fjölmennasta mót sem íslenska keilusamfélagið hefur staðið fyrir.