Hafþór Harðarson ÍR sigraði undankeppni AMF World Cup 2015

Facebook
Twitter

Ástrós Pétursdóttir og Hafþór Harðarson ÍRHafþór Harðarson sigraði í dag undankeppni AMF heimsbikarmótsins sem fram fór í Keiluhöllinni Egilshöll. Hafþór sigraði Skúla Frey Sigurðsson frá Keilufélagi Akraness með 233 pinnum gegn 180. Skúli Freyr hafði áður sigrað Arnar Sæbergsson ÍR í undanúrslitum með 223 pinnum gegn 212. Freyr Bragason í Keilufélagi Reykjavíkur varð svo í fjórða sæti.

Hafþór Harðarson sigraði í dag undankeppni AMF heimsbikarmótsins sem fram fór í Keiluhöllinni Egilshöll. Hafþór sigraði Skúla Frey Sigurðsson frá Keilufélagi Akraness með 233 pinnum gegn 180. Skúli Freyr hafði áður sigrað Arnar Sæbergsson ÍR í undanúrslitum með 223 pinnum gegn 212. Freyr Bragason í Keilufélagi Reykjavíkur varð svo í fjórða sæti.
 
Hafþór fær því þátttökurétt á 51. heimsbikarmóti einstaklinga sem fram fer í byrjun nóvember síðar á þessu ári. Ástrós Pétursdóttir úr ÍR varð síðan efst kvenna og hlýtur því einnig þátttökurétt á því móti.
 
Staða tíu efstu keilara fyrir 4 manna úrslit var sem hér segir:
 
Sæti
Nafn
Félag
Skor
Meðalt.
1
Hafþór Harðarson
ÍR
2.196
228,44
2
Skúli Freyr Sigurðsson
KFA
2.154
223,78
3
Arnar Sæbergsson
ÍR
2.110
221,11
4
Freyr Bragason
KFR
2.057
213,00
5
Einar Már Björnsson
ÍR
2.047
211,89
6
Stefán Claessen
ÍR
1.961
211,22
7
Árni Geir Ómarsson
ÍR
1.920
204,44
8
Magnús Sigurjón Guðmundsson
KFA
1.820
195,56
9
Ástrós Pétursdóttir
ÍR
1.732
190,22
10
Alda Harðardóttir
KFR
0
0
 
Alls tóku yfir 60 keilarar þátt í undankeppnum AMF mótanna í ár. Haldnar voru þrjár undankeppnir og var önnur undankeppnin liður í Reykjavík International Games (RIG) eins og í fyrra þar sem erlendir gestir tóku þátt. Eftir hverja undankeppni var haldin úrslitakeppni 10 efstu þar sem þátttakendur unnu sér inn stig fyrir lokakeppnina sem fram fór í dag.

Nýjustu fréttirnar