Forkeppni Íslandsmóts einstaklinga lauk í dag.
Efstu karlarnir eru Skúli Freyr Sigurðsson ÍA með 2508 pinna og 209,0 mtl., Arnar Davíð Jónsson KFR með 2437 pinna og 203,08 mtl. og þriðji er Hafþór Harðarson ÍR með 2418 pinna og 201,5 í mtl., síðastur inn í 16 manna hópinn var svo Hlynur Örn Ómarsson með 2127 pinna og 184 pinna forskot á næsta mann.
Efstu konurnar eru Ragna Matthíasdóttir KFR með 2180 pinna og 181,67 mtl., Ástrós Pétursdóttir ÍR með 2175 pinna og 181,25 mtl. og þriðja er Ragnheiður Þorgilsdóttir „Lilla“ KFR með 2153 pinna og 179,42 í mtl., síðust inn í 12 kvenna hópinn var svo Sigríður Klemensdóttir með 1910 pinna og aðeins 9 pinna forskot á Jónu Gunnarsdóttur sem datt niður fyrir rauðu línuna í síðasta leik.
Sjá meira neðar.
Mótanefnd vill þakka unga fólkinu okkar, sem aðstoðaði um helgina, ýmist með því að leika sem „Hérar“ eða sækja vatn og skorblöð, kærlega fyrir aðstoðina.