EYC2016 – vinnuhópar

Facebook
Twitter

Frá setningu EYC2014 í DanmörkuEins og sagt hefur verið frá hefur Keilusamband Íslands fengið það hlutverk að halda Evrópumót ungliða 2016 og verður það mót haldið um páskana á næsta ári. Ljóst er að mikil vinna þarf að fara fram í skipulagningu fyrir mótið og óskar stjórn sambandsins hér með eftir áhugasömu fólki sem vill koma í hinar ýmsu undirbúningsnefndir fyrir mótið.

Um er að ræða nokkrar nefndir sem þarf að setja á fót. Það eru m.a.:

Fjárhasnefnd – Þessi nefnd sér um fjárhagslega skipulagningu móstins. Unnið í samstarfi við gjaldkera KLÍ.

Markaðshópur – Þessi hópur þarf að útvega m.a. styrktaraðila, finna gjafir fyrir keppendur, sjá um kynningar fyrir mót o.sv.fr.

Flutningar og viðburðir – Þessi hópur sér um flutninga og viðburði til handa keppendum og fararstjórnum. Koma liðinu á hótel, á keppnisstað o.sv.fr.

Tölvumál – Þessi hópur sér um tölvumál fyrir mótið s.s. að koma á fót vefsíðu fyrir mótið, upplýsingum þegar á mótinu stendur o.sv.fr.

Þeir sem áhuga hafa á að starfa í þessum nefndum eru beðnir um að smella á viðeingandi hlekk og senda póst á stjórn KLÍ og gefa upp nafn, síma og netfang svo hægt sé að skrá viðkomandi í hópinn. Einnig er klárt mál að það vantar einhvern fjölda af sjálfboðaliðum þegar kemur að mótinu sjálfu og verður sérstaklega auglýst eftir þeim þegar nær dregur. Mótið er þó bara eftir ár og því í raun stutt í mótið.

Nýjustu fréttirnar