Stefán Þór Jónsson lést á Landspítalanum Fossvogi á mánudagskvöldið síðasliðna. Stefán stundaði keilu í meir en 20 ár og hefur leikið með ýmsum liðum á þeim tíma og nú síðustu ár með ÍR Broskörlum. Stefán var án efa einn litríkasti keilari landsins og verður hans sárt saknað úr þeim hópi.
Útför Stefáns fer fram frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 26. janúar kl 13.
Stjórn Keilusambands Íslands og félagar úr keilunni senda fjölskyldu og aðstandendum Stefáns innilegar samúðarkveðjur.