Enduðu í 19. sæti.

Facebook
Twitter

Í dag lauk keppni í þrímenning á HM í Abu Dhabi.  Alls kepptu 98 þrímenningar um heimsmeistaratitilinn.

Fyrst léku Arnar Davíð, Magnús og Hafþór.  Arnar Davíð og Magnús léku vel í dag, Arnar Davíð í harðri keppni um að komast í Masters úrslit mótsins. Hann stóð undir pressunni í dag, spilaði 664 en Magnús 641.  Hafþór var í smá vandræðum og endaði í 526. Samtals spiluðu þeir því 1831 og enduðu í 49. sæti.
Í síðasta riðli dagsins spiluðu svo Skúli, Stefán og Arnar Sæbergs.  Skúli og Stefán spiluðu fína keilu í dag, Skúli 667 og Stefán 650. Arnar, eins og Hafþór, lenti í vandræðum og spilaði 553. Saman spiluðu þeir 1870 og var Skúli því með hæstu seríu dagsins af Íslendingunum en Stefán hæsta leikinn, 278.

Á morgun verður leikið í 5 manna liðum í lengri olíuburðinum. Byrjunarlið Íslands verður þannig:  Magnús, Stefán, Arnar Sæbergs, Hafþór og Arnar Davíð.  Skúli spilar svo í liði með sjötta manni frá Írak, Japan, Jórdaníu og Kóreu. Strákarnir hefja leik kl. 10 að íslenskum tíma.

Dagurinn endaði svo með að Danir tryggðu sér heimsmeistaratitilinn með góðum sigri á USA í jöfnum og skemmtilegum leik.

Nýjustu fréttirnar