Forkeppni Para lauk um hádegisbil í dag og efst eftir daginn eru Guðný Gunnarsdóttir ÍR og Hafþór Harðarson ÍR með 2382 pinna, í 2ru eru Stefán Claessen ÍR og Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR með 2227 pinna og 3ju eru Andri Freyr Jónsson KFR og Helga Sigurðardóttir KFR með 2077 pinna.
Leikir í forkeppni.
Undanúrslit á milli 8 efstu paranna hefst svo kl. 8:00 í fyrramálið og leika svo 2 efstu pörin til úrslita strax á eftir því.
Því miður heltust 2 pör úr lestinni á síðustu stundu og því voru aðeins 14 pör sem léku á mótinu sem gekk mjög vel þó einstaka sinnum hafi þurft að stilla upp eða endurraða keilum.
Frábær þátttaka er í Íslandsmóti para þetta árið, samtals 16 pör eru skráð til leiks kl. 9 á laugardagsmorgun þrátt fyrir að tvenn pör hafi dregið skráningu sína til baka á síðustu metrunum. Búast má við skemmtilegri helgi í Keiluhöllin Egilshöll með fjölbreyttu úrvali para.