Úrslit 1.umferð AMF

Facebook
Twitter

 Arnar Sæbergsson ÍR bar sigur úr býtum í úrslitum 1. umferðar AMF mótaraðarinnar sem fór fram í Egilshöllinni sunnudaginn 23. nóvember. Arnar sem var annar inn í úrslitin, spilaði 2.107 í 9 leikjum eða 234,11 að meðaltali, vann 7 leiki og fékk 140 bónusstig og endaði því með samtals 2.247. Stefán Claessen ÍR varð í 2. sæti með 2.018 pinna og 100 bónusstig eða samtals 2.118. Hafþór Harðarson ÍR varð í 3. sæti með 1.980 pinna og 120 bónusstig eða samtals 2.100.

Staðan eftir úrslitinStaðan eftir forkeppnina. Allir við alla.

 

Í 4. sæti varð Freyr Bragason KFR með 1.994 pinna og 100 bónusstig eða samtals 2.094.

Í 5. sæti varð Ástrós Pétursdóttir ÍR sem spilaði 1.894 í úrslitunum og bætti 10 ára gamalt Íslandsmet  í 7 leikjum og einnig met í 9 leikjum kvenna sem sett var í 1. umferð AMF fyrir rúmu ári. Skor hennar með forgjöf var 1.966 og vann hún 6 leiki af 9 og fékk því 120 bónusstig og endaði í 5. sæti með samtals 2.086 og 1 pinna ofar en Magnús Magnússon ÍR, sigurvegara AMF frá síðasta vetri, en hann átti frábæran leik í forkeppninni og spilaði 1.447 í 6 leikjum sem gerir 241,17 í meðaltal.

Mótið var hið fyrsta í AMF mótaröðinni þar sem þátttakendur geta tryggt sér rétt til keppni um sæti á Heimsbikarmóti Qubica AMF World Cup 2015. Í úrslitum mótaraðarinnar eiga keppnisrétt 10 stigahæstu keppendurnir úr öllum þremur AMF mótum vetrarins. Næsta umferð verður RIG mótið, sem er 2. umferð AMF mótaraðarinnar, sem fer fram dagana 16. – 25. janúar 2015.

 

Nýjustu fréttirnar