Fyrsta umferðin í AMF mótaröðinni 2014 – 2015 var spiluð í Keiluhöllinni Egilshöll í gær miðvikudaginn 19. nóvember. Arnar Sæbergsson ÍR spilaði manna best eða 1.394 í 6 leikjum sem gera 232,33 í meðaltal. Nokkuð gott það. Gamla kempan Freyr Bragason úr KFR er skammt á eftir með 1.374 pinna. ÍR ingurinn Hafþór Harðarson er svo í þriðja sæti með 1.327 pinna. Bjarni Páll Jakobsson úr ÍR átti hæðsta leikinn en hann spilaði 264 í þriðja leik.
Mótið heldur svo áfram á laugardaginn kemur kl 09:00 á sama stað í Egilshöll. Stöðuna eftir fyrstu umferð má sjá hér (PDF skjal – opnast í nýjum glugga).