Íslandsmót Para 2014

Facebook
Twitter

 

Íslandsmót para 2014 fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll laugardaginn 29. og sunnudaginn 30. nóvember n.k.

Skráning fer fram á netinu.

 

 

Keppt verður í Keiluhöllinni Egilshöll. Byrjað er á að spila 6 leiki í forkeppni sem hefst kl. 9:00 laugardaginn 29. nóvember. Verð í forkeppnina er 9.500 kr. fyrir parið.  Að því loknu komast 8 efstu pörin áfram í milliriðil og hefst keppni í milliriðli kl. 8:00 sunnudaginn 30. nóvember. Verð í milliriðil er kr. 9.000 fyrir parið. Í milliriðlinum verða spilaðir 6 leikir og keppa tvö efstu pörin að því loknu til úrslita.

Olíuburður í mótinu verður 2012 EBT 03 – Hammer Bronzen Schietspolen     38 fet   Ratio 2,58 8  Sjá nánar í auglýsingu og í reglugerð um Íslandsmót para

Íslandsmeistarar Para 2013 voru Guðný Gunnarsdóttir og Arnar Sæbergsson.

Nýjustu fréttirnar