50. AMF heimsbikarmótinu lauk núna um helgina. Eins og kunnugt er spiluðu þau Guðný Gunnarsdóttir og Magnús Magnússson bæði úr ÍR fyrir Íslands hönd. Magnús endaði í 33. sæti með 207,65 að meðaltali sem er ágætur árangur. Guðný endaði í 54. sæti með 171,15 í meðaltal. Guðný endaði forkeppnina á 238 leik sem lyfti henni upp um nokkur sæti.
Sjá úrslit karla eftir forkeppni (PDF skjal, opnast í nýjum glugga).
Sjá úrslit kvenna eftir forkeppni (PDF skjal, opnast í nýjum glugga).
Í karlaflokki sigraði Chris Barnes frá BNA í nokkuð spennandi leikjum og spilaði hann m.a. 300 leik í undanúrslitum á móti Myhalyo Kalika frá Úkraníu. Er þetta í annað sinn sem 300 leikur er spilaður í úrslitakeppninni í sögu mótsins. Í úrslitunum sigraði hann unglinginn Tobias Börding frá Þýskalandi sem hafði leitt mótið alla vikuna. Chris sigraði fyrri leikinn 269 – 248 og svo þann síðari 231 – 216. Um Tobias hafði Chris þetta að segja:
“I’ve come to appreciate how many great international players have won this title and winning was definitely on my bucket list. I had come 2nd in the qualifiers five times, but then this year I actually won my way here. I am really pleased to win but I do feel for Tobias. He dominated us all week and I’ve been the guy who led by a lot but lost in one game so I do know how he feels. But he has a great future in bowling ahead of him”
