50. QubicaAMF Bowling World Cup, heimsbikarmót einstaklinga í keilu verður haldið í borginni Wroclaw í Póllandi dagana 1. – 9. nóvember n.k. Mótið var haldið á sama stað árið 2012 og fulltrúar Íslands eru einnig þeir sömu og fyrir tveimur árum, þau Guðný Gunnarsdóttir og Magnús Magnússon, bæði úr ÍR sem unnu sér rétt til þáttöku á mótinu með árangri sínum í AMF mótaröðinni síðasta vetur. Magnús er að keppa á mótinu í fimmta sinn, en Guðný er á sínu fjórða móti.
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu