Hinn gamalkunni Davíð Löve sem spilar undir merkjum KR náði þeim merka áfanga í 1. deildinni í gær að spila sinn fyrsta 300 leik. Kom 300 leikurinn í öðrum leik KR C á móti ÍR PLS í Keiluhöllinni Öskjuhlíð. Davíð spilaði 183 – 300 – 153 eða 635 seríu. Svo fór þó að ÍR PLS sigraði viðureignina 12 – 5 en upp úr stóð afrek Davíðs og óskum við honum til hamingju með 300 leikinn.
Á Fésbókinni má sjá vídeó af því þegar Davíð kláraði tíunda rammann.