Á síðasta formannafundi var rætt um tilhögun keppni í 1. deild karla þetta tímabilið. Var umræðan vegna breytinga sem gerð var á deildinni það er að spilað er með þriggja manna lið og að allir spili við alla upp á stig.
Samþykkt var á fundinum að framkvæmdin yrði með eftirfarandi hætti:
Gestalið stillir upp sínu liði fyrir fyrsta leik og síðan stillir heimalið sínum mönnum á móti. Í næsta leik skulu leikmenn gestaliðs færast niður um eitt sæti en leikmenn heimaliðs skulu vera í sömu sætum og þeir voru. Leikirnir skulu spilast þannig að gestaliðið er uppstillt í:
Leikur 1 A – B – C
Leikur 2 C – A – B
Leikur 3 B – C – A
Sé leikmanni skipt inn á í lið eftir fyrsta leik skal hann að sjálfsögðu koma inn í röðina í stað þess leikmanns sem fer útaf.