Arnar og Einar í 18.sæti

Facebook
Twitter

 Arnar og Einar spiluðu í dag í fyrra hollinu í tvímenningskeppninni og byrjuðu vel. Þeir lentu í smá veseni í öðrum leik útaf slæmum stigbrautum en öðru megin var mjög stamt og strákarnir snarstoppuðu en hinum megin slide-uðu þeir alltof mikið. Þeir rifu sig svo upp og voru mjög góðir í 3 til 5 leik og voru eftir þá í 5.sæti miðað við meðaltal eftir 3 holl en svo í seinasta leik fór allt í baklás og enduðu strákarnir í 18.sæti af 82 tvímenningum sem er samt sem áður frábær árángur!

Sjá meira til að skoða úrslit og stöðu mála í All-events.

Nýjustu fréttirnar