Skráningu liða lokið

Facebook
Twitter

Þá er útrunninn fresturinn til að skrá ný lið fyrir komandi tímabil og er óhætt að segja að ýmislegt hafi gengið á í sumar hjá sumum félögum. 

 Samtals verða 41 lið í deildunum í vetur og er það fjölgun um tvö frá síðasta vetri.

Akureyringar tvöfalda liðafjöldann frá síðasta vetri og koma með ný lið í bæði karla og kvenna deildirnar, Þórynjur og Víkingur.

KRingar bæta enn við sig einu liði í karladeildina, KR-E.

Öll lið ÍFH hafa verið lögð niður og gengu flestir liðsmenn þeirra inní KFR og munu áfram halda úti þrem liðum undir þeirra merkjum, KFR-ELDING, KFR-MÚRBRJÓTAR og KFR-DÖFF.

Hjá ÍRingum fækkar um eitt kvennalið, en liðsmenn ÍR-KK ákváðu að ýmist gefa ekki kost á sér áfram eða skipta um lið, sem er mjög miður fyrir kvennadeildirnar.

Skagamenn eru með óbreytt lið frá síðasta vetri þó einhverjar mannabreytingar verði óhjákvæmilega rétt eins og hjá öðrum félögum.

Í vetur verða því 6 lið í 1.deild kvenna, 5 lið í 2.deild kvenna og 10 lið í öllum þremur karladeildunum og þýðir það að spilaðar verða 20 umferðir í kvennadeildunum en 18 hjá körlunum.

Lið Þórsara munu öll taka þátt í Bikarnum og hefur það leitt til ánægjulegrar fjölgunar þar, 9 kvennalið og þarf því að draga út 2 lið hjá konum í 16 liða umferðina og 25 karlalið og þarf að draga um 18 lið hjá körlunum fyrir 32 liða umferðina. 18 lið eru skráð í Deildarbikar þannig að það verður engin yfirseta þar í ár og beðið er eftir skráningum félaga í Félagakeppnina.

Dagskrá vetrarins verður auglýst eins fljótt og hægt er eða í síðasta lagi 15. ágúst. Gert er ráð fyrir að byrja seint í september og enda um miðjan apríl.

 

Kv. Mótanefnd.

Nýjustu fréttirnar