Fjórði og síðasti leikdagur Íslandsmóts félaga fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll á dögunum. ÍR karlar tryggðu sér titilinn Íslandsmeistarar félaga í Opnum flokki, en KR karlar urðu í 2. sæti og eftir spennandi keppni fór svo að ÍR konur tryggðu sér 3. sætið.
ÍR konur endurheimtu svo titilinn Íslandsmeistari félaga í kvennaflokki, KFR konur urðu í 2. sæti, ÍFH konur í 3. sæti og ÍA konur í 4. sæti.