Tveir leikir í 3. deild

Facebook
Twitter

 ÍR S, ÍFH Múrbrjótur og Þór-Plús sjónarmunur á milli og einn leikur eftir

ÍFH Múrbrjótur tók á móti ÍR Gaurum. Múrbrjótsmenn unnu fyrsta leikinn 638-608, Gaurar komu til baka með 636-563 sigri en Múrbrjótsmenn brutu Gaurana niður í síðasta leik og unnu 629-543 (6-0) heild upp á 1827-1787 eða 12,5 gegn 7,5.
Jóel með hæstan leik 196 og 501 seríu
 
Í Egilshöllinni tóku svo ÍR S á móti KR D þar sem Kr ingar eru búnir að tryggja sig upp um deild en ÍR S er að berjast um 2.sætið. ÍR S hafa verið að spila vel að undanförnu og slógu ekki slöku við í kvöld, unnu 13-7 sigur.
 
Staðan í deildinni lítið breytt Fagmenn og Gaurar skipta um sæti en Fagmenn eiga leik til góða. ÍR S,ÍFH Múrbrjótur og Þór Plús eiga einn leik eftir og allt undir til að komast upp um deild.
 
1 KR-D 20. 316,0
2 ÍR-S 20. 240,5
3 Þór-Plús 20 238,5
4 ÍFH-Múrbrjótur 20, 238
5 ÍR-Gaurar 19 186,5,0
6 ÍR-Fagmaður 18 186,0
7 ÍA-B 18 105,0
 8 ÍFH-Stuðboltar 19 48,5
 
Í síðustu umferðinni eiga ÍR S leik gegn ÍFH Stuðboltum og ÍFH Múrbrjótur og Þór Plús eiga innbyrðisviðureign.
Svakaleg lokaumferð

Nýjustu fréttirnar