Það var lið ÍR-PLS sem bar sigur úr býtum í úrslitum Deildarbikars liða 2013 – 2014 sem fram fóru í Keiluhöllinni Egilshöll þriðjudaginn 22. apríl. Leikmenn ÍR-PLS mættu til keppni þyrstir í sigur og unnu 4 leiki af 5 og fengu 8 stig og hlutu þar með titilinn sem þeir unnu einnig árin 2007 og 2008. Í 2. sæti urðu KFR-Afturgöngurnar með 6 stig og unna innbyrðis viðureign við ÍR-KLS sem varð í 3. sæti einnig með 6 stig.
Á myndinni eru liðsmenn ÍR-PLS þeir Hafþór Harðarson, Einar Már Björnsson, Róbert Dan Sigurðsson, Bjarni Páll Jakobsson og Hörður Ingi Jóhannsson.
Úrslit keppninnar urðu sem hér segir:
1. sæti ÍR-PLS 8 stig
2. sæti KFR-Afturgöngurnar 6 stig
3. sæti ÍR-KLS 6 stig
4. sæti ÍR-TT 4 stig
5. sæti ÍA-W 4 stig
6. sæti KR-B 2 stig
Sjá leikskýrslur og skor HÉR.