Í dag fór fram einstaklingskeppni stúlkna á Evrópumóti unglinga. Katrín Fjóla Bragadóttir spilaði í holli 1 sem hóf keppni kl. 9:00 í morgun eða kl. 7:00 að íslenskum tíma. Leikir hennar voru 181, 180, 193, 178, 174 og 159, samtals 1.065 og endaði hún í 34 sæti með 177, 5 að meðaltali og er það besti árangur íslenskrar stúlku á Evrópumóti unglinga.
Natalía G. Jónsdóttir og Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir spiluðu í holli 2 sem hóf keppni kl. 13:15 að staðartíma eða kl. 11:15 að íslenskum tíma. Leikir Natalíu voru 152, 147, 160, 164, 147 og 183, samtals 953 og endaði hún í 54. sæti með 158,8 að meðaltali. Leikir Jóhönnu voru 151, 152, 162, 114, 180 og 151, samtals 910 og hafnaði hún í 58. sæti með 151,7 að meðaltali.
34 Katrín Fjóla Bragadóttir ISL 181 180 193 178 174 159 1065 177,5
54 Natalía Jónsdóttir ISL 152 147 160 164 147 183 953 158,8
58 Jóhanna Gudjónsdottir ISL 151 152 162 114 180 151 910 151,7
Maria Bulanova Rússlandi sigraði Cajsa Wegner Svíþjóð með 201 á móti 180 í úrslitum einstaklingskeppninnar. Í 3. sæti urðu Keira Reay Englandi og Emelie Tiveljung Svíþjóð.
Fylgist með keppninni á heimasíðu mótsins og Facebook síðunni