Í dag var fyrri keppnisdagur liðakeppni á Evrópumóti unglinga. Mikið var af áhorfendum i salnum og gerði íslenski hópurinn sitt besta til að láta í sér heyra. Guðmundur Ingi Jónsson spilaði best af strákunum í dag og var með 557. Eftir fyrstu 3 leikina eru strákarnir okkar i 21. sæti af 22 með samtals 2098. Leikir strákanna voru: Andri Freyr Jónsson, 167, 182 og 168, samtals 517. Guðmundur Ingi Jónsson 167, 182 og 168, samtals 557. Hlynur Örn Ómarsson 188, 127 og 169, samtals 484. Aron Fannar Benteinsson 166, 198 og 162, samtals 526. Samtals voru leikir liðsins 690, 698, 696, samtals 2084. Spilamennskan var frekar jöfn, þó við hefðum viljað enda ofar. En 3 leikir eru eftir fyrir strákana að hífa sig aðeins upp.
Stelpurnar stóðu sig ágætlega þrátt fyrir að þær hafi ekki náð að fylgja gærdeginu eftir. Katrin Fjóla er að spila fyrir ofan meðaltalið sitt, en Jóhanna og Natalía eru á sínu meðaltali. Katrín Fjóla Bragdóttir 159, 180 og 191, samtals 530. Jóhanna Guðjónsdóttir 155, 147, 155, samtals 457. Natalía Jónsdóttir 124, 173, 158, samtals 455.
Í einstaklingskeppninni (All-Event) þá er Andri Freyr Jónsson nú í 56. sæti, Guðmundur Ingi Jónsson í 60. sæti, Aron Fannar Benteinsson er í 67. sæti og Hlynur Örn Ómarsson í 86. sæti af 98 keppendum.
Í einstaklingskeppninni (All-Event) er Katrín Fjóla Bragadóttir í 35. sæti, Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir í 55. sæti og Natalía G. Jónsdóttir í 59 sæti af 61 keppanda.
Í fyrramáli spila krakkarnir seinni 3 leikina í liðakeppninni og munu keppa á sama tíma kl. 9:00 að staðartíma eða kl. 7:00 að íslenskum tíma.
Fylgist með keppninni á heimasíðu mótsins og Facebook síðunni