Nýkrýndur fyrsti Íslandsmeistari öldunga 50 ára og eldri 2014 er Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR, í 2. sæti varð Ragna Matthíasdóttir KFR og í 3. sæti varð Davíð Löve KR.
Linda Hrönn var í efsta sæti frá fyrrri degi forkeppninnar og hélt öruggri forystu alla keppnina í undanúrslitinum, vann 5 leiki af 7 og endaði með 206 stig á næsta keppanda. Hins vegar var mjög spennandi keppni öll undanúrslitin um 2. sætið og hver kæmist í úrslitaleikinn á móti Lindu Hrönn. Keppendur skiptust á sætum eftir hvern leik, mikið var um spennandi leiki og ómögulegt var að sjá fyrirfram hver næði sætinu. Að lokum þá varð það hlutskipti Rögnu eftir stórglæsilegan lokaleik upp á 215 sem tryggði hana inn í úrslitaleikinn með 16 pinna forskot á Davíð.
Úrslitin voru einnig spennandi. Lindu Hrönn nægði að vinna 2 stig, en Ragna þurfti að vinna 3 stig til að tryggja sér titilinn. Ragna byrjaði á því að vinna fyrsta leikinn 167 – 148. Linda Hrönn vann anna leikinn 190 – 163. Þriðji leikurinn var spennandi og Linda Hrönn virtist vera búin að vinna þegar Ragna felldi út og tryggði sér jafntefli 175 -175. Linda Hrönn vann síðan fjórað leikinn með 181 – 165, og samtals 694 – 670 eða 2,5 stig gegn 1,5 stigi Rögnu.
Aðra leiki má sjá í þessu skjali og stöðuna eftir undanúrslit og úrslit HÉR.