Evrópumót unglinga EYC 2014 – Tvímenningur stúlkna

Facebook
Twitter

Í dag fór fram keppni í tvímenningi stúlkna á Evrópumóti unglinga. Katrín Fjóla Bragadóttir og Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir hófu keppni í fysta holli dagsins kl. 9:00 að staðartíma. Þær höfnuðu í 23. sæti af 26 tvímenningum sem tóku þátt í keppninni og voru báðar að spila töluvert yfir sínu meðaltali.

Leikir Katrínar Fjólu voru 192, 167, 204, 189, 174 og 171, samtals 1097, eða 182,8 að meðaltali. Katrín Fjóla var að bæta sína bestu seríu á Evrópumótinu um 2 pinna. Leikir Jóhönnu voru 168, 170, 200, 145, 116 og 159, samtals 958, eða 159,7 að meðaltali. Leikir tvímenningsins voru 360,  337, 404, 334, 290, 330, eða samtals 2055, eða 171,2 að meðaltali. Jóhanna var að bæta sinn persónulega árangur í 2, 3, 4, 5 og 6 leikjum og var aðeins 2 pinnum frá því að bæta sinn hæsta leik og verður það að teljast gott á fyrsta keppnisdegi á fyrsta móti.

Natalía G Jónsdóttir spilaði síðan með austurrískri stúlku í seinna holli dagsins. Leikir hennar voru 125, 225, 142, 146, 161 og 108, samtals 907 eða 151,2 að meðaltali. Natalía setti einnig persónulegt met þegar hún spilaði 225 og þykir það gott skor á þessu móti.

Katrín Fjóla Bragadóttir er nú í 35. sæti í einstaklingskeppnninni All Event, Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir er í 55. sæti og Natalía G. Jónsdóttir er í 57. sæti, en alls eru 61 keppandi í stúlknaflokki.

Svíþjóð 1 var sigurvegari í tvímenningi stúlkna en þær sigruðu lið Englands nokkuð örugglega í úrslitaleiknum. Lið Svíþjóð 1 Emelie Tiveljung, 241, Filippa Persson, 202, samtals 443. England 2, Keira Reay, 177, Emily Allen, 199, samtals 376

Fylgist með keppninni á heimasíðu mótsins og Facebook síðunni

Nýjustu fréttirnar