Árshátíð KLÍ 2014

Facebook
Twitter

Árshátíð Keilusambands Íslands verður haldin í Rúbín í Öskjuhlíð laugardaginn 3. maí n.k. og opnar húsið kl. 19:00. Sama dag fer fram síðasta umferðin í öllum deildum á Íslandsmóti liða og er þetta því tilvalið tækifæri til að fagna lokum tímabilsins og gleðjast saman áður en úrslitakeppnin tekur við. Boðið verður uppá fordrykk, glæsilegt hlaðborð og veitt verðlaun fyrir afrek vetrarins. Kvennalandsliðið verður með sitt stórkostlega happdrætti. Miðaverð er kr. 6.500 og miðapantanir eru hjá Lindu, [email protected], sími 694 5032 og Dóru [email protected], sími 661 9585. Sjá nánar í auglýsingu.  

Nýjustu fréttirnar