Elítumót KFR – opið öllum

Facebook
Twitter

Eins og flestir vita hófst keilan á Íslandi 1985 í Öskjuhlíðinni. Enn þann dag í dag eru spilarar að spila sem byrjuðu þá og eins og gengur og gerist hafa margir, allt of margir, hætt á þessum tíma.

Nú er kominn tími til að ná þessum hóp saman aftur og halda mót þar sem öll þessi elíta mætir á svæðið. Auðvitað er mótið opið öllum, líka þeim sem hófu keppni á þessari öld.
Mótið verður fimmtudaginn 8. maí í Keiluhöllinni Öskjuhlíð og hefst kl. 19. Skráningargjald er kr. 3.500. Spilaðir verða þrír leikir í aldursflokkum þar sem miðað er við fæðingarár.

30 ára og yngri
31 – 40 ára
41 – 50 ára
51 – 60 ára
61 og eldri.

Skráning fer fram á Facebooksíðu hópsins sem er https://www.facebook.com/groups/keiluelitan/ eða með tölvupósti á [email protected]  Skráningu líkur þegar mótið hefst.

Vonandi sjá allir keilarar sér fært að mæta í mótið og þá sérstaklega þeir sem byrjuðu á þessum tíma hvort sem þeir eru enn að eða eru hættir. Þeir sem sjá þessa auglýsingur eru einnig hvattir til þess að láta gamal vini og kunningja úr keilunni vita, láta orðið berast.

 

Nýjustu fréttirnar