Samningar við landsliðsþjálfara KLÍ

Facebook
Twitter

Keilusamband Íslands hefur gengið frá samningum við þjálfara karla-, kvenna- og ungmennalandsliðanna. Samningarnir eru allir til tveggja ára. Arnar Sæbergsson hefur verið ráðinn þjálfari karlalandsliðsins, Theódóra Ólafsdóttir þjálfari kvennalandsliðsins og Guðmundur Sigurðsson þjálfari ungmennalandsliðsins.

Í nýrri afreksstefnu KLÍ er horft til þess að vera með keilara í fremstu röð í Evrópu innan 10 ára. Þessar ráðningar eru hluti af því að byggja upp til framtíðar og stíga fyrstu skrefin í þeirri vinnu sem framundan er í átt að þeim markmiðum sem afreksstefnan segir til um.
 

Nýjustu fréttirnar