Birt hefur verið allsherjarmeðaltal miðað við 31. mars 2014
Magnús Magnússon ÍR heldur efsta sæti meðaltalslistans og er enn með 214 pinna að meðaltali í leik, en mánaðarmeðaltal hans er 219 pinnar að meðaltali í leik. Hafþór Harðarson ÍR kemur næstur með 210 pinna að meðaltali og Arnar Davíð Jónsson KFR er kominn í 3. sætið með 204 pinna, einum pinna meira en Skúli Freyr Sigurðsson ÍA og Arnar Sæbergsson ÍR sem eru með 203 pinna að meðaltali.
Dagný Edda Þórisdóttir KFR er ennþá efst kvenna á listanum, nú með 192 pinna að meðaltali, Alda Harðardóttir KFR kemur næst með 187 að meðaltali í leik og Ástrós Pétursdóttir ÍR er í 3. sæti með 184 pinna að meðaltali.
Til meðaltals teljast síðustu 100 leikir fyrir mánaðamót fyrir útreikning meðaltals. Einnig eru birt mánaðar-, vetrar- og ársmeðaltöl keppanda.. Vetrarmeðaltal er reiknað útfrá leikjum á tímabilinu 1. júní til 31. maí. Þá kemur einnig fram hve langt er síðan síðasti leikur leikmanns sem taldi til meðaltals var leikinn, í dálkinum „Óvirkir mán.“ Hægt er að skoða þróun meðaltals og hvaða leikir teljast til síðustu 100 leikja undir Tölfræði og leikmenn