Evrópumót unglinga EYC 2014

Facebook
Twitter

Evrópumót unglinga í keilu, 18 ára og yngri fer fram í Odense í Danmörku dagana 11. – 21. apríl n.k. Keppendur sem taka þátt í mótinu fyrir Íslands hönd eru talið frá vinstri Aron Fannar Benteinsson ÍA, Natalía G. Jónsdóttir ÍA, Andri Freyr Jónsson KFR, Jóhanna Guðjónsdóttir ÍA, Guðmundur Ingi Jónsson ÍR, Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR og Hlynur Örn Ómarsson ÍR. Þjálfari er Guðmundur Sigurðsson og fararstjóri og aðstoðarþjálfari er Jónína Björg Magnúsdóttir.

Alls keppa 98 piltar og 61 stúlka á mótinu. Fylgist með keppninni á heimasíðu mótsins og Facebook síðunni

Keppni á mótinu hefst mánudaginn 14. apríl með keppni í tvímenningi pilta. Andri Freyr Jónsson og Hlynur Örn Ómarsson hefja leik kl. 13:15 að staðartíma, eða kl. 11:15 að íslenskum tíma. Guðmundur Ingi Jónsson og Aron Fannar Benteinsson hefja leik kl. 17:30 að staðartíma eða kl. 15:30 að íslenskum tíma.að íslenskum tíma.

Keppni í tvímenningi stúlkna hefst svo þriðjudaginn 15. apríl og byrja Katrín Fjóla og Jóhanna Guðjónsdóttir að keppa kl. 9:00 að staðartíma eða kl. 7:00 að íslenskum tíma. Natalía G. Jónsdóttir byrjar svo að keppa kl. 13:15 að staðartíma eða kl. 11:15 að íslenskum tíma.

Liðakeppnin hefst miðvikudaginn 16. apríl og spilar íslenska piltaliðið í holli 1 sem hefur keppni kl. 9:00 að staðartíma eða kl. 7:00 að íslenskum tíma. Stúlkurnar hefja síðan keppni kl. 13:15 að staðartíma eða kl. 11:15 að íslenskum tíma. Seinni hluti liðakeppninnar fer fram fimmtudaginn 17. apríl og hefja íslensku keppendurnir keppni kl. 9:00 að staðartíma eða kl. 07:00 að íslenskum tíma.

Föstudaginn 18. apríl fer fram einstaklingskeppni pilta og spila Hlynur Örn Ómarsson og Guðmundur Ingi Jónsson í holli 1 sem hefur keppni kl. 9:00 að staðartíma, eða kl. 7:00 að íslenskum tíma. Andri Freyr Jónsson og Aron Fannar Benteinsson spila í holli 2 sem hefur keppni kl. 13:15 að staðartíma, eða kl. 11:15 að íslenskum tíma.

Einstaklingskeppni stúlkna fer fram laugardaginn 19. apríl. Katrín Fjóla Bragadóttir spilar með holli 1 sem hefur keppni kl. 9:00 að staðartíma, eða kl. 7:00 að íslenskum tíma. Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir og Natalía G. Jónsdóttir spila í holli 2 sem hefur keppni kl. 13:15 að staðartíma, eða kl. 11:15 að íslenskum tíma.

Úrslit einstaklingskeppninnar All-Event fer fram laugardaginn 20. apríl

Nýjustu fréttirnar